29.8.2007 | 23:27
Glitnir stóð fyrir latabæjarhlaupi
Við hjónin vorum í kvöld í fjöruferð með dóttir okkar sem er 6ára, alltaf getur verið gaman að hlusta
og spjalla við þessi kríli. Við vorum að ganga til baka þegar mín litla fór að tala um kreditkort. Mér hreinlega brá að heyra þetta og fór að útskýra fyrir henni að kreditkort væri lánskort og værum við að eyða peningum sem við ættum ekki til, ok en þá sagði hún sár en það þarf kreditkort til að fara latabæjarhlaupið. Hvað á þetta að þýða fyrir blessuð börnin? Hefði ekki verið betra hjá GLITNIR að leyfa börnunum að borga á staðnum kannski með klinki nei auðvita ekki þá fær GLITNIR ekki vextina sýna. Flott skilaboð eða? Ég held að þessir gaurar ættu að fara hysja upp um sig buxurnar mjög léleg brella hjá ykkur. Ég gat ekki greitt því ég er hættur að nota kreditkort og dóttir mín er sár að hafa ekki fengið að taka þátt. Kannski verður GLITNIR búinn að senda henni KRETIDKORT fyrir næsta Latabæjarhlaup.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.9.2007 kl. 18:49 | Facebook
Um bloggið
Jón Björn Steingrímsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.